Kjörskrárkerfi

    Kjördeildarkerfi Þjóðskrár

    Nýtt kjördeildarkerfi var tekið í notkun vorið 2024 og er eldra kerfið ekki lengur aðgengilegt. Í nýja kerfinu eru sömu aðgerðir og í því eldra og er því aðallega um breytt viðmót að ræða að viðbættum tölfræði upplýsingum sem nú eru aðgengilegar í kerfinu.

    Það er mikilvægt að sveitarfélög sæki um aðgang að kerfinu til að fara yfir röðun á kjörstaði og kjördeildir en einnig vegna þess að kjörskrár verða afhentar í kerfinu. Þannig er mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að gæta þess að minnsta kosti einn aðili hafi aðgang að kerfinu þó það sé ekki nema til að nálgast kjörskrá.

    Nauðsynlegt er að sækja um aðgang að kerfinu á ný einnig fyrir þá sem höfðu aðgang áður.

    Helstu nýjungar í kjördeildarkerfinu:

    • Sveitarfélög sækja kjörskrá sjálf og prenta út.

    • Tölfræðigögn eru sótt úr kerfinu.

    Tímalína sveitarstjórnakosninga 2026

    01. mars 2026
    76
    Sveitarfélög byrja að raða í kjördeildir.07. apríl 2026
    113
    Kjördeildarhluti lokar fyrir breytingar.09. apríl 2026
    115
    Viðmiðunardagur kjörskrár.11. apríl 2026
    117
    Kjörskrá aðgengileg í kjördeildarkerfi.16. maí 2026
    152
    Kjördagur.